UPPLÝSINGAR VEGNA ÞÁTTTÖKU Í RANNSÓKN LIFECOURSE
LÍÐAN UNGMENNA Á TÍMUM COVID-19

Kórónuveirufaraldurinn (COVID-19) hefur haft víðtæk áhrif á líf ungmenna. Því er mikilvægt að kanna hvaða áhrif þessar breyttar aðstæður hafa á líðan þeirra. Við erum því að leggja fyrir spurningalistakönnun meðal ungmenna fæddra árið 2004 á Íslandi sem hafa samþykkt þátttöku í LIFECOURSE rannsókninni. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Heilsugæslunnar um allt land og alþjóðlegs hóps vísindamanna.

Þátttaka

Til þess að taka þátt þá þarf samþykki frá foreldri eða forráðamanni og barninu sjálfu. Aðeins þarf samþykki eins foreldris eða forráðamanns fyrir þátttöku í rannsókninni, hins vegar hvetjum við foreldra og forráðamenn til að ræða þátttöku barnsins í rannsókninni sín á milli.

Hvað felst í þátttöku?

Þátttaka í rannsókninni felur í sér:

  • Upplýst samþykki (með rafrænu samþykki) foreldris/forráðamanns og samþykki þátttakenda í gegnum REDCap forritið.
  • Svörun við rafrænni könnun á þremur tímapunktum og tekur um 30 mínútur í útfyllingu (haust 2020, upphaf árs 2021 og vor 2021).
  • Heimild til samkeyrslu upplýsinga um þátttakendur sem er lýst í lið 1¬-8 fyrir neðan við svör þeirra úr spurningalistakönnunum.

Neðangreind vefslóð inniheldur upplýsingar fyrir foreldra/forráðamenn
um hvernig eigi að taka þátt:

https://www.lifecourse-survey.eu

 

Nánari upplýsingar má finna hér.